Ása Marin (f. 1977) er grunnskólakennari að mennt og hafnfirskur fjörfiskur. Hluta ársins ferðast hún um heiminn sem fararstjóri en þess á milli skrifar hún námsefni í íslensku.

Nýjasta bók hennar kallast Og aftur deyr húnSagan fléttar saman líf nokkurra einstaklinga sem allir tengjast ungri konu sem er látin í upphafi bókar. Þau hafa ólíka sýn á líf hennar og dauða.

Skáldsagan Vegur vindsins, buen camino er hennar fyrsta skáldsaga. Áður hafa ljóðabækurnar Búmerang og Að jörðu komið út sem og smásagnasafnið Bláar dyr sem geymir sögur fimm kvenna. Þar að auki á Ása Marin ljóð í bókunum Ljóð ungra skálda, Bók í mannhafið og Wortlaut Island.


About the author
Ása Marin is a university trained teacher, however she now alternates her time between travelling the world as a travel guide and writing educational material in Icelandic. Having published both short stories and poetry, she decided to try her hand at something new and exciting, like writing a novel!