Sólbjört Valentína: Um frumskógarfugla og konunglegar nærbuxur

790 kr

Þegar Húsið sem  Sólbjört Valentína keypti fyrir vasapeningana sína er í góðu skapi eru gluggatjöldin bleik, plönturnar blómstra og úr krönunum rennur bananamjólk. Í dag er Húsið hinsvegar í virkilega vondu skapi og þess vegna er allt þakið ryki og úr krönunum kemur bara edik eða gallsúr mjólk.

Húsið vill fána og engan venjulegan þjóðfána heldur fána úr silkimjúkum, konunglegum nærbuxum.

Sólbjört Valentína verður að taka til sinna ráða því annars hendir húsið fjölskyldunni á götuna!

Höfundur: Irmgaard Kramer 
Þýðandi: Herdís M. Hübner
Blaðsíðufjöldi: