Stefanía, Hekla Þöll, Sara, Fannar, Óli Steinn og Axel eru komin í 8.bekk. Þótt þau hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Dag einn eignast hún trúnaðarvin á netinu sem hún segir öll sín myrkustu leyndarmál. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð í miðbænum fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.
Kennarinn sem sneri aftur
Hvað gerist ef þú ert grafinn lifandi?
Eru skuggaverur í kirkjugarðinum?
Er lögreglunni treystandi?
Bækurnar um krakkana í BÖ bekknum hafa hlotið ýmis verðlaun, tilnefningar og viðurkenningar. Í bókunum fylgjumst við með sex nemendum sem hver á sína rödd í mismunandi bók.
Bækurnar fjalla á afar næman hátt um þau fjölbreyttu málefni sem börn og unglingar þurfa að fást við í nútímasamfélagi. Málefni eins og einelti, einhverfu, kynhneigð, vináttu, ofbeldi og ýmsu öðru misalvarlegu. Skilaboðin eru þó ávallt þó að best sé að hafa vináttu, samheldni, samvinnu og skilning að leiðarljósi, þannig eru manni flestir vegir færir.