Elín Elísabet Einarsdóttir
Elín Elísabet Einarsdóttir er fædd 1992 og alin upp í Borgarnesi. Hún hefur búið að mestu leyti í Reykjavík síðustu árin með viðkomu á Borgarfirði eystri, Englandi, í Noregi, Guatemala, Berlín og víðar.
Eftir fornám í sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík tók Elín Elísabet diplómagráðu frá teiknideild sama skóla árið 2016. Meðfram náminu fór hún að taka að sér ýmis verkefni, allt frá forsíðum tímarita til veggmálverka, og starfar nú sjálfstætt sem teiknari.
Hægt er að kynna sér verk Elínar Elísabetar nánar á heimasíðu hennar: www.elinelisabet.com