Elísabet er fædd í Vestmannaeyjum en fluttist á Vopnafjörð í gosinu. Fráskilin og á tvö börn Reyni Rafn 25 ára og Auði 20 ára. Býr í Hlíðunum ásamt dóttur sinni og tengdasyni, og hundinum Pjakki.
Elísabet hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist lífsgæðum. Hún telur að með því að huga að lífsstílnum með heildrænni vinnu séu meiri líkur til að auka lífsgæðin verulega. Heildin skiptir máli; andleg og líkamleg heilsa, næring og sjálfsást eru mikilvægir þættir til að ná árangri í átt að vellíðan.
Elísabet er næringarfræðingur og ráðgjafi. Hún hefur skrifað greinar í dagblöð og á doktor.is ásamt því að vera ráðgjafi í útvarpi s.s. K100 og Bylgjunni. Hefur starfað við margvísleg störf, önnur en að vera persóna bók. Vann í fiski, sá um kjötborðið í Kaupfélaginu á Vopnafirði, vann í söluskála, við tannlæknadeild Háskólans, á tannlæknastofu og sem ráðgjafi á tannlæknastofum. Tók afdrifaríka ákvörðun í heilsuleysi og menntaði sig sem næringarþerapisti í Danmörku og fór síðan í Háskóla Íslands og klárað BS og MS í næringarfræði.
Í dag rekur Beta eigið fyrirtæki - Ráðgjöf Betu Reynis þar sem hún er með námskeið og fyrirlestra. Hún starfar einnig hjá Heilsuvernd.
Beta er full bjartsýni og finnst þetta spennandi tækifæri að fá að vera hluti af jólabókaflóðinu.