Embla Bachmann
Embla Bachmann er fædd árið 2006 og býr í Grafarholti.
Haustið 2022 hóf hún nám á nýsköpunar- og listabraut í Verzlunarskóla Íslands. Frá unga aldri hefur Embla verið mikill bókaormur. Hún heillaðist fljótt af ævintýraheimi bókanna og ellefu ára gömul ákvað hún að setja sér það markmið að skrifa sjálf sögur og ljóð.
Árið 2018 skrifaði Embla smásöguna Rófulausi hundurinn og hárlausi kötturinn sem var hluti af rafbókinni RISAstórar smáSÖGUR. Yfir grunnskólagönguna fékk Embla fjórum sinnum verðlaun í ljóða- og smásagnakeppni skólans, ýmist fyrir ljóð eða smásögu. Með ljóðinu Úti er ævintýri sigraði Embla ljóðakeppnina Ljóðaflóð árið 2021.
Stelpur stranglega bannaðar! er fyrsta bók Emblu. Bækurnar verða vonandi miklu fleiri því Emblu finnst fátt skemmtilegra en að skrifa.
Hér getur þú fylgst með Emblu á Instagram: Embla Bachmann