Saga þernunnar

1.990 kr

Sögusviðið er hið kristilega bókstafstrúarríki Gíleað, landfræðilega staðsett þar sem nú eru Bandaríkin. Gíleað er einræðisríki, stjórnað af hvítum karlmönnum. Hlutverk kvenna er að þjóna karlmönnunum og eru þær flokkaðar eftir því sem þær þykja nýtast best.

Skelfileg framtíðarsýn ársins 1985 er óhugnanlega nálægt raunveruleika dagsins í dag, rúmum 30 árum síðar. Höfundur segir sjálfur að ekkert í bókinni sé skáldskapur, allt hafi þetta gerst einhvers staðar í heiminum á einhverjum tíma.

Margaret Atwood er kanadískur rithöfundur, ljóðskáld, gagnrýnandi og femínisti sem hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir skrif sín.

Höfundur: Margaret Atwood
Þýðandi: Birgitta Elín Hassell
Blaðsíðufjöldi: 402