Iðunn Arna er teiknari, fædd árið 1989, og býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík. Hún stúderaði bókmenntir í HÍ og heillaðist sérstaklega af barnabókmenntum. Árið 2015 flutti hún erlendis og lærði myndlýsingu, bókband og umbrot í Willem de Kooning Academie í Hollandi. Eftir þrjú ár erlendis flutti hún aftur heim til Íslands og fékk að lifa drauminn sinn og myndskreyta íslenskar barnabækur.Instagram Iðunn Arna