Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Kristín Ragna er teiknari með BA-próf í bókmenntafræði og hefur lokið MA-námi í ritlist við Háskóla Íslands. Kristín Ragna hefur fengið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang, fyrst fyrir Örlög guðanna 2008 (hún var líka tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna) og síðan fyrir Hávamál 2011. Árið 2015 hlaut hún Vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir framlag til barnamenningar og var tilnefnd á alþjóðlegan heiðurslista IBBY 2014 fyrir gæði mynda í Hávamálum. Myndverk úr Hávamálum voru valin til að vera á sýningunni Into the Wind! sem opnaði í Berlín 25. maí síðastliðinn. Þar má sjá það besta sem gert hefur verið undanfarið í myndabókum fyrir börn á Norðurlöndum.

Barnabækur eiga hug hennar allan og hefur Kristín Ragna kennt áfanga í tengslum við gerð þeirra hjá Listaháskóla Íslands, Iðunni fræðslusetri og Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún hefur skrifað fimm lestrarbækur fyrir Námsgagnastofnun og ein þeirra var þýdd á færeysku. Kristín Ragna hefur einnig myndskreytt ótal bækur og sett upp bókatengdar sýningar.

Nánar um Kristínu Rögnu og verk hennar á vefsíðunni krg.is

Kristín Ragna Gunnarsdóttir is an Icelandic author, illustrator and graphic designer. She has a master’s degree in creative writing and has illustrated innumerable children’s books and received the Icelandic Illustrator’s Award twice, in 2008 and 2011, and a nomination for the Icelandic Literature Prize in 2008.

Her illustrations to the ancient, Icelandic poem Hávamál secured her a place on the IBBY honorary list in 2014 and pictures from that book were chosen for the exhibition Into the Wind! t… the exhibition Into the Wind! that opened on May 25 in Berlin and has since been in Reykjavík, Lithuania and Latvia and is on its way to Moscow and St Petersburg among other cities. In 2016, IBBY in Iceland rewarded her for her continuing work in the field of children’s culture.

Kristín is currently writing her seventh children’s book.

Her work can be viewed on her website krg.is