Ósk Ólafsdóttir

Ósk er fædd árið 1981 í lok október sem er æðislegur tími til að eiga afmæli. Það eru alls ekki allir sem hlakka til októbers á hverju ári en Ósk er ein af þeim heppnu.
Ósk er bæði með gráðu í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði og er gift Einari Jónssyni, sem er með sömu menntun og hún, en miklu flinkari að spila á gítar. Saman eiga þau tvær dætur. Þær eru fyndnar, klárar og gríðarlega skemmtilegar, alveg eins og pabbi þeirra.
Ósk vinnur með frábæru fólki í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi og er með svona 4-5 mismunandi titla sem hún notar eftir því hvað hentar best hverju sinni. Titlarnir eru allir á ensku og skipta líklega litlu máli í þessu samhengi.
Uppáhaldsliturinn hennar er gulur, uppáhaldsblómin eru túnfíflar og uppáhaldsbækurnar fjalla um eitthvað sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Ósk dáir góðar bækur, yoga, hekl, eldamennsku og ímyndunarafl barna. Hún er nörd og stundar spunaspil, borðspil og tölvuleiki og er sjaldan ánægðari en þegar hægt er að þjálfa skapandi hugsun og rökhugsun á sama tíma.
Þegar hún var lítil (minni?) ætlaði hún að verða tölvunarfræðingur eða rithöfundur …