Sigríður Aðils eða Sigga eins og hún er oftast kölluð býr í Mosfellsbæ. Þegar maður á tvö börn, tvo hunda, tvo ketti, tvo páfagauka, tvo hesta, sex hænur en bara einn eiginmann(!) Þá er gott að eiga heima nánast bæði í sveit og borg. Sigga kennir ensku í Menntaskólanum í Reykjavík þó svo hún hafi lært myndlist í Fjölbraut í Breiðholti. Í framhaldinu fór hún reyndar í BA nám í ensku í HÍ en það er bara því hún hefur svo ofsalega gaman af því að lesa enskar bókmenntir. Hún álpaðist svo í kennslufræði og komst að því að henni finnst líka gaman að kenna enskar bókmenntir, þannig endaði hún í MR en þar sem hún elskar að teikna þá kennir hún líka myndlistarval.
Sigga er fædd og uppalin í Borgarnesi en hélt til borgar óttans þegar hún var 17 ára til að fylgja sinni myndlistarlegu köllun. Siggu finnst best að hafa hlutina frjálslega og afslappaða og hefur ekki mikið stressað sig þó börnin hennar klifri upp í hæðstu tré, séu drullug uppfyrir haus og detti í hug hin ýmsu prakkarastrik. Henni finnst mun betra að safna þessum uppátækjum saman og gera úr þeim skemmtilegar bækur með dyggri aðstoð systur sinnar Ásrúnar Magnúsdóttur.
About the author
Sigríður Aðils or Sigga as she most often goes by, lives in Mosfellsbær. When you have two children, two dogs, two cats, two parrots, two horses, six chickens but only one husband! It is nice to live in a small town with country vibes. Sigga teaches English in Menntaskólinn in Reykjavík even though she studied art in Fjölbrautarskólinn in Breiðholt. Though she did obtain a B.A. in English at the University of Iceland but only because she loves English literature. Then she sort of fell into studying to become an English teacher and found out that she also really likes teaching English literature. That is how she ended up in MR but since she loves to draw she also teaches an elective arts class.
Sigga is born and raised in Borgarnes but headed to the city of fear when she was 17 to follow her artistic calling. Sigga likes things to be loose and free and is not bothered at all when her children climb the highest trees, are muddy up to their eyeballs and get into all sorts of mischiefs. She much rather prefers to gather all these antics together and create amusing books with the faithful help of her sister.