Sigrún Alda Sigfúsdóttir

Sigrún Alda Sigfúsdóttir er fædd árið 1988 og ólst upp í Skagafirði. Í dag býr hún ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum í Mosfellsbær.
Sigrún Alda útskrifaðist sem talmeinafræðingur árið 2018 og hefur starfað við fagið síðan. Í meistararitgerð sinni rannsakaði hún hvernig hægt er að auka orðaforða leikskólabarna í gegnum lestur bóka. Sigrún brennur fyrir mikilvægi þess að lesa bækur fyrir börn og leggur mikið upp úr því að upplýsa og fræða foreldra um mikilvægi lesturs.