Sigurlaug H. S. Traustadóttir
Sigurlaug er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og starfar sem slíkur. Hún hefur starfað um árabil með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Sigurlaug útksrifaðist árið 2010 en vann mikið með börnum og unglingum með náminu og í raun alla tíð. Hún hefur meðal annars starfað við Barnaspítala Hringsins, Barna- og unglingageðdeild, Unglingasmiðjur í Rvk og í leikskólum.
Sigurlaug hefur alla tíð látið málefni og velferð barna sig varða og unnið að því að efla félags- og tilfinningaþroska þeirra og stuðlað að aukinni tjáningu þeirra og vellíðan.
Púkabækurnar eru hennar hugarfóstur og börnin hennar tvö hafa veitt henni innblástur við skrif bókanna. Sigurlaug þekkir feimnispúkana vel síðan úr eigin æsku en í dag eru letipúkarnir henni mun betur kunnugir.