Sigurrós Jóna Oddsdóttir (f. 1979) var ekki há í loftinu þegar hún áttaði sig á því hvað henni fannst gaman að semja sögur. Þær skrifaði hún á alls kyns blöð og snepla og var meira að segja svo heppin að fá til afnota gamla ritvél frá afa sínum og gat pikkað ófáar sögur á hana.
Uppáhaldsiðja hennar heima og í skólanum var að lesa sögur og skrifa sögur. Henni fannst meira að segja svo gaman að vera í skóla að hún gerðist grunnskólakennari til að geta haldið áfram í skóla alla tíð, enda finnst henni hún, þrátt fyrir að vera með ósköp gamla sál, ennþá vera sama 11 ára gamla stelpan, svona inn við beinið.
Facebooksíða Sigurrósar
Instagram Sigurrósar