Súsanna M. Gottsveinsdóttir
Súsanna M. Gottsveinsdóttir (f. 1987) var heilluð af sögum frá unga aldri og var ekki gömul þegar hún var farinn að semja eigin ævintýri. Þar sem hún var alin upp á sveitabæ, var nóg af tíma við heimastörfin til að gleyma sér í góðum söguþræði. Hún flutti í bæinn ung að aldri til að klára stúdentinn og er með BA próf í Heimspeki. Jónas ísbjörn og jólasveinarnir er hennar fyrsta bók.