Þórarinn Örn Þrándarson

Þórarinn Örn Þrándarson er fæddur í Reykjavík árið 1984. Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur er fyrsta skáldsaga hans. Bókin segir frá tímabili úr lífi ljóðskálds í formi endurminninga hennar. Í umsögn Morgunblaðsins segir: „Frumraun í lagi!“, en þar fékk bókin fjórar stjörnur, sem og hjá Lestrarklefanum, þar sem Katrínar Lilja skrifaði umsögn um bókina.

Þórarinn útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010 og starfar nú hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Á námsárunum ritstýrði hann meðal annars 61. árgangi Úlfljóts, tímarit laganema. Hann æfði frjálsíþróttir um árabil og hefur birt greinar um þjálfun millivegalengdar- og langhlaupara. Hann hefur verið búsettur í Svíþjóð og Þýskalandi, en býr nú í Reykjavík ásamt unnustu sinni Maríu Birkisdóttur.