Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld og hefur þýtt fjölda bóka fyrir börn og fullorðna og sent frá sér námsbækur, skáldverk, ljóðasöfn og barnabækur. Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra (2010) og var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína Allt er ást (2012) eftir Kristian Lundberg.

Þórdís er einnig höfundur barnabókanna um Randalín og Munda.

Þórdís hefur unnið sem verkefnastýra og kennari við Háskóla Ísland og Uppsalaháskóla í Svíþjóð, hún hefur starfað sem vefritstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og þýtt þrettán bækur, ritstýrt tímariti um barnabókmenntir, skrifað um bókmenntir fyrir norska dagblaðið Klassekempen og gert útvarpsþætti fyrir Ríkisútvarpið – RÚV.

Ljóðabókin Velúr (2014) og barnabókin Randalín, Mundi og afturgöngurnar (2015) voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Þórdís Gísladóttir is known for her children’s stories about Randalin and Mundi and her poetry has also been well received. In 2010 Þórdís Gísladóttir received the Tómas Guðmundsson Award for her first poetry work Leyndarmál annarra (“Secrets of Others”). Her second book of Poetry, “Velúr” (2014) and her children’s book Randalín, Mundi og afturgöngurnar (2015) were nominated for the Icelandic literature prize.

Doddi: The Book of Truth! published by Bókabeitan was nominated for the Icelandic Literary Prize and Reykjavik Children’s Literature Prize