Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur starfað við leiklist frá barnsaldri og hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir störf sín á því sviði. Hann útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá Juilliard listaháskólann í New York og stundaði að auki nám við Oxford háskóla í Bretlandi þar sem hann er ævimeðlimur í Balliol College. Þorvaldur hefur bæði verið tilnefndur og hlotið Edduna fyrir túlkun sína á hinum ýmsu hlutverkum í sjónvarpi og kvikmyndum í gegnum árin. Hann hefur einnig tekið þátt í fjöldann öllum af leiksýningum og meðal annars hlotið Grímutilnefningu fyrir túlkun sína á Christoper Boon í Furðulegt háttalag hunds um nótt sem sett var upp í Borgarleikhúsinu. Árið 2023 var Þorvaldur valinn sem einn af European Shooting Stars á Berlinale kvikmyndahátíðinni.
Þorvaldur hefur gefið út þrjár barnabækur. Árið 2023 kom út fyrsta barnabókin hans í samvinnu við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og heitir sú bók Sokkalabbarnir: Ný Veröld. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum um Sokkalabbanna. Tvær aðrar bækur í sama bókaflokki, Sóli fer á Ströndina og Grændís: Græn af öfund, komu út árið 2024. Bókaflokkurinn er ætlaður byrjendum í lestri. Þorvaldur fékk handritastyrk frá Kvikmyndasjóði Ísland til að skrifa sjónvarpsþætti byggða á bókkaflokknum um Sokkalabbana. Þættirnr eru nú í skrifum.
Þorvaldur býr í Laugardalnum í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum.