Bókhildur elskar bækur. Sérstaklega bækur sem gera henni kleift að gleyma sér um stund, ferðast á nýja staði og skilja eftir notalega tilfinningu. Svona kósíkiljur. Ætli Bókhildur sé ljúfasti bókaklúbbur landsins? Bækurnar eru ýmist þýddar eða frumsamdar á íslensku, eftir þekkta höfunda eða óþekkta, þykkar eða meðalþykkar, fallegar, sorglegar, átakanlegar, glaðlegar, fyndnar og/eða furðulegar – en alltaf áhugaverðar!

Áskrifendur fá sendar 3–4 bækur á ári, á afar hagstæðum kjörum og áður en þær fara í almenna sölu. Áskrifendur fá að auki sérkjör á eldri kiljum Bókabeitunnar, bókum eftir höfunda eins og Sarah Morgan, Colleen Hoover og Taylor Jenkins Reid.
Um áskriftina:
Áskrifendur fá sendar 3–4 bækur á ári.
Verð per bók er 2.990 kr. með sendingargjaldi.
Gjaldfært er fyrir sendar bækur, þegar þær fara í póst.
Bókin er send til áskrifenda áður en hún fer í almenna dreifingu.
Uppsögn áskriftar skal senda með tölvupósti á pantanir@bokabeitan.is.
Uppsögn gildir frá uppsagnardegi.