Tvíburar takast á - tvær bækur

1.990 kr

Tvíburarnir Rökkvi og Kládía eru aðalpersónur glænýs bókaflokks eftir Geoff Rodkey. Rodkey er þekktastur fyrir að hafa samið handrit að nokkrum þekktum gamanmyndum, til dæmis Daddy Daycare og RV og skemmtiþáttum á Disney-rásinni. Tvíbuarar takast á er fyrsta bókin sem er þýdd eftir hann á íslensku.

Tvíburar takast á – stríðið er hafið! segir af viðureign tvíburanna Kládíu og Rökkva.
Erjurnar byrja sem sakleysislegur hrekkur í matsal skólans en þegar átökin hafa stigmagnast í allsherjarstyrjöld (á plánetunni Amigo í tölvuleiknum FrumVeldi) þurfa systkinin að gera upp við sig hvort sigur sé virkilega fórnanna virði.

Í annarri bókinni um tvíburastystkinin, Sturlun í stórborg, stendur Kládía fyrir skranleit um New York-borg til fjáröflunar fyrir matarhjálpina í Manhattan. Að sjálfsögðu fer það ekki eins og til var ætlast og ekki bara lið systkinanna sem komast í hann krappann.

Sögurnar eru settar fram eins og munnleg frásögn tvíburanna og vina þeirra. Heimildir eru m.a. ljósmyndir, skjámyndir, spjallsamræður og sms-skilaboð milli foreldra þeirra.

Þýðandi: Hilmar Örn Óskarsson