Maple Sugar gistihúsið er fullkomið fyrir jóladekurferð enda er það fullbókað allan desember. Hótelstýran Hattie Coleman er kornung ekkja og einstæð móðir og hennar eina ósk er að komast klakklaust gegnum jólavertíðina. Þegar Erica, Claudia og Anna mæta í vikulanga bókaklúbbadvöl á gistihúsið grípa örlögin í taumana.
Jólabókaklúbburinn
Erica, Claudia og Anna eru afskaplega nánar og hafa gengið í gegnum ýmislegt en vináttan og sameiginleg ást þeirra á bókum hefur fleytt þeim gegnum lífsins ólgusjó. Þegar þær mæta í vikulanga bókaklúbbadvöl á gistihúsið grípa örlögin í taumana. Hattie hefur séð að vinkonurnar eru allar að kljást við hluti í einkalífinu en hana hefði aldrei grunað hversu mikil áhrif þær þrjár ættu eftir að hafa á hennar eigið líf. Þegar dvölinni lýkur standa þær allar í nýjum sporum, sum tengsl eru sterkari, önnur rofin, en allar við upphafið á glænýjum kafla í lífinu.