Njála hin skamma

5.990 kr

Þessi myndabók byggist á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njáls sögu, sem rituð var seint á þrettándu öld en lýsir atburðum sem gerðust þrjú hundruð árum fyrr. Njáls saga er æsispennandi örlagasaga sem hverfist m.a. um ást, öfund, vinskap, svik, forlagatrú, hefnd, hetjudáðir, sæmd, lagaklæki og sættir.

Hér hefur listakonan og rithöfundurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir dregið Njálu saman í stuttu máli og myndum til að fólk geti kynnst nokkrum af litríkum persónum hennar og áttað sig á þræði sögunnar í grófum dráttum. 

Höfundur og myndhöfundur: Kristín Ragna Gunnarsdóttir