Kristín Björg Sigurvinsdóttir
Kristín Björg Sigurvinsdóttir er fædd árið 1992 og býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum. Þrettán ára gömul skrifaði hún sína fyrstu skáldsögu, Dóttir hafsins, og er það fyrsta bókin í þríleiknum Dulstafir. Handritið lá ofan í skúffu í hartnær tólf ár þar til hún tók það upp að nýju eftir háskólanámið og endurskrifaði bókina.
Kristín er með BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem lögfræðingur í tvö ár en árið 2019 ákvað hún að skipta um starfsferil og elta drauminn um að gefa út bókina sem hún skrifaði á unglingsárunum. Hún er mikill bókaormur en ævintýri og fantasíur voru bækurnar sem kveiktu lestraráhugann hjá henni. Hana dreymir um að skrifa grípandi bækur sem kveikja lestrarneistann hjá ungmennum.