Silfurflautan

4.290 kr

Þegar silfurflauta Nessu hverfur á dularfullan hátt draga Aníta og Andri fram ráðgátugleraugun. Nú þurfa þau að hjálpast að því vinkona þeirra á að spila á tónleikum um kvöldið svo tíminn er naumur. 
Finna systkinin flautuna í tæka tíð?

Höfundur: Kristín Björg Sigurvinsdóttir
Myndhöfundur: Herborg Árnadóttir

Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndhöfundum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

Blaðsíðufjöldi: 80