Bendibækur eru fyrstu bækur barnsins og tengja saman hlut, orð og mynd. Þær þurfa því að endurspegla það umhverfi sem barnið er að átta sig á. Lestur í hlýju fangi eflir málþroska og skapar notalegar gæðastundir sem barn og lesandi njóta saman.
Úti
2.790 kr
By Bókabeitan
Myndefni litskrúðugra og einfaldra klippimynda Ragnheiðar Gestsdóttur í bókunum Inni og Úti er sótt í hversdagslegt íslenskt umhverfi þar sem kúrt er inni og lesið með bangsa, sandurinn í sandkassanum er svartur og nauðsynlegt er að hafa húfu á höfði þegar farið er út!