Veðurteppt um jólin
Miller-systkinin; Ross, Alice og Clemmie, eiga sér öll leyndarmál sem þau kjósa að deila ekki með foreldrum sínum og ömmu. Þau stóla hvert á annað til að dreifa athyglinni þegar þau fara heim til foreldra sinna yfir jólin.
Lucy Clarke sér fram á einmanaleg jól og mögulega starfsmissi í nýársgjöf – nema hún geti fengið Ross Miller í samstarf. Hún hyggst afhenda viðskiptatillögu sína á æskuheimili hans þar sem hann ver jólunum, og láta sig svo hverfa.
Þegar Lucy birtist á tröppunum hjá Miller-fjölskyldunni halda þau að hún sé kærasta Ross og taka henni fagnandi. Þegar misskilningurinn hefur loks verið leiðréttur er orðið ófært og Lucy gæti ekki farið þótt hún vildi. En vill hún það? Leyndarmálin flæða eins og pakkar undan jólatré og spennan milli þeirra Ross eykst með hverjum deginum.
Höfundur: Sarah Morgan
Þýðendur: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Blaðsíðufjöldi: 402