9. nóvember
Þú uppgötvar aldrei sjálfa þig ef þú týnir þér í einhverjum öðrum.
Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi, daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið. Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman síðasta deginum hennar í Los Angeles. Viðburðarík ævi Fallon veitir Ben innblástur að hans fyrstu skáldsögu og þau ákveða að hittast árlega á þessum sama degi til að fylla inn í söguþráðinn. Utan þess hafa þau engin samskipti og engan möguleika á að fylgjast hvort með öðru. Einn daginn fær Fallon þó ástæðu til að efast um að Ben hafi verið alveg heiðarlegur og grunar að hann sé að skálda sína hlið samskipta þeirra til að skapa hina fullkomnu fléttu.
Fyrsta ástin, fyrsta ástarsorgin, lygar, svik og sannleikur. Þú leggur þessa ekki frá þér fyrr en hún er búin!
Höfundur: Colleen Hoover
Þýðendur: Birgitta Elín Hassell & Marta Hlín Magnadóttir