Yrsa Þöll Gylfadóttir er fædd árið 1982 í Reykjavík og eftir fimm ára búsetu í Kanada ólst hún að mestu upp í Garðabæ. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002 og flutti í kjölfarið til Frakklands til að nema franskar bókmenntir og málvísindi, fyrst við Michel de Montaigne háskóla í Bordeaux og loks við Svarta skóla í París. Síðar lauk hún meistaraprófi í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands, kennsluréttindum á framhaldsskólastigi og prófi frá Leiðsöguskóla Íslands. Samhliða skrifum hefur Yrsa Þöll að mestu unnið sem leiðsögumaður og kennari en hefur einnig fengist við túlkun og þýðingar, dagskrárgerð í útvarpi, sem og sölu og kennslu á borðspilum.
Yrsa Þöll hefur gefið út þrjár skáldsögur og tvær barnabækur. Á haustdögum 2018 voru fluttar þrjár einræður eftir hana á baráttufundi Kvennafrís 2018, af jafnmörgum leikkonum sem sögðu sögu þriggja verkakvenna á ólíkum tímum. Ljóðið „Árblik“ samdi Yrsa Þöll við kórverk Þórðar Magnússonar og var það flutt á fullveldisdaginn af Söngfjelaginu, bæði í Alþingishúsinu og í Hörpu.
Yrsa Þöll býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.
3.390 kr
Prumpusamloka fjallar um fyrsta skóladag Nadiru, sem nýflutt er til Íslands frá Írak. Við fylgjumst...
3.390 kr
Geggjað ósanngjarnt! fjallar um Bjarna Frey sem finnst hann ítrekað hafður fyrir rangri sök. Eitt...
2.290 kr
Þessi bók fjallar um Bjarna Frey sem finnst hann hafður fyrir rangri sök. Hann ákveður...
3.390 kr
Lús! fjallar um Sigríði og lýsnar sem hreiðra um sig á höfði hennar. Það vill...
2.290 kr
Þessi bók fjallar um fyrsta skóladag Nadiru. Hún er nýflutt til Íslands frá Írak. Nadira...
3.390 kr
Hjólahetjan fjallar um Jón Ingva sem lendir í vandræðum með hjólalásinn sinn þegar hann fer...
2.290 kr
Þessi bók fjallar um Jón Ingva sem lendir í vandræðum með hjólalásinn sinn þegar hann...
3.390 kr
JÓLALEIKRITIÐ fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins. Unnur Lea skrifar leikrit, leikstýrir og leikur...
2.290 kr
Þessi bók fjallar um Sigríði og lýsnar sem hreiðra um sig á höfði hennar. Það...
3.390 kr
Varúlfurinn fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum. Er Héðinn húsvörður í alvörunni...