Yrsa Þöll Gylfadóttir
Yrsa Þöll Gylfadóttir er fædd árið 1982 í Reykjavík og eftir fimm ára búsetu í Kanada ólst hún að mestu upp í Garðabæ. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002 og flutti í kjölfarið til Frakklands til að nema franskar bókmenntir og málvísindi, fyrst við Michel de Montaigne háskóla í Bordeaux og loks við Svarta skóla í París. Síðar lauk hún meistaraprófi í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands, kennsluréttindum á framhaldsskólastigi og prófi frá Leiðsöguskóla Íslands. Samhliða skrifum hefur Yrsa Þöll að mestu unnið sem leiðsögumaður og kennari en hefur einnig fengist við túlkun og þýðingar, dagskrárgerð í útvarpi, sem og sölu og kennslu á borðspilum.
Yrsa Þöll hefur gefið út þrjár skáldsögur og tvær barnabækur. Á haustdögum 2018 voru fluttar þrjár einræður eftir hana á baráttufundi Kvennafrís 2018, af jafnmörgum leikkonum sem sögðu sögu þriggja verkakvenna á ólíkum tímum. Ljóðið „Árblik“ samdi Yrsa Þöll við kórverk Þórðar Magnússonar og var það flutt á fullveldisdaginn af Söngfjelaginu, bæði í Alþingishúsinu og í Hörpu.
Yrsa Þöll býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.