Auðna

1.990 kr

Þrjár systur alast upp í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.
Sú elsta varð ein glæsilegasta dóttir Reykjavíkur. Líf hennar hlaut óvænt örlög er hún lést langt um aldur fram ásamt eiginmanni og ungri dóttur á fjarlægri strönd.
Sú yngsta fékk visku og næmni í vöggugjöf. Örlög hennar urðu grimm líkt og þeirrar elstu en óvænt voru þau ekki, heldur nöguðu hægt og bítandi.

Sú í miðið fæddist með væga þroskahömlun. Ekki voru uppi miklar vonir um að henni auðnaðist langlífi og framtíð en annað átti eftir að koma í ljós. Eftir langt og innihaldsríkt líf miðjudótturinnar varð það hennar hlutverk að miðla sögu fjölskyldunnar sem samanstóð ekki bara af foreldrunum og dætrunum þremur heldur einnig tveim tökubörnum; bresk-þýskum dreng sem tekin var inn á heimilinu eftir að foreldra hans voru handteknir fyrir njósnir á stríðsárunum og svo stúlkubarninu sem alin var upp sem fjórða dóttirin og komst ekki að sannleikanum um uppruna sinn fyrr en mörgum árum síðar.

Höfundur: Anna Ragna Fossberg
Blaðsíðufjöldi: 312