Heimur framtíðar

8.990 kr

Heimur framtíðar er spennandi tvíleikur sem fjallar um þau Kötu og Jarkó og hulinn heim náttúruskrímslanna. Sögusviðið er Ísland árið 2022.

Skrímslin vakna
Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til.

Hættuför í huldubyggð
Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar.

Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað í háskalega ferð með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki.