Loksins, hugsaði Elísa og skjálfti fór um líkamann. Fyrir framan þau glitti í furðulegt hellisop.
Orrustan um Renóru
Það var eins og jörðin væri að geispa en hefði ekki náð að loka aftur munninum. Elísa hafði séð þennan helli í draumi. Svolítið var í þann mund að gerast sem hafði ekki gerst í fimm hundruð ár. Hún lokaði augunum og hugsaði; Þetta verður að virka!
Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra.
En hvað mun slík orrusta kosta þau?
Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021
Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.