Skjaldbökur alla leiðina niður

1.490 kr

Aza ætlaði aldrei að velta sér upp úr ráðgátunni um horfna milljarðamæringinn Russel Pickett. En þar sem hún þekkir eldri son hans, Davis, finnst bestu vinkonu hennar að þær eigi að rannsaka málið – enda eru peningaverðlaun í boði fyrir upplýsingar.

Aza reynir. Hún reynir að vera góð dóttir, góður vinur, góður námsmaður og jafnvel meira að segja góður spæjari en það er erfitt þegar óboðnar hugsanir þrengja sífellt að. Þetta er nýjasta bók John Green, sem er einn vinsælasti ungmennabókahöfundur samtímans, og jafnframt sú fyrsta sem hann sendir frá sér í sex ár.

Höfundur: John Green
Þýðandi: Birgitta Elín Hassell
Blaðsíðufjöldi 304