Vinkonur 2: Leyndarmál Emmu

3.890 kr

Emma er byrjuð í nýjum bekk. Það er bæði ógnvænlegt og spennandi - og fyrst og fremst tækifæri til að koma sér út úr hlutverki stilltu stelpunnar. Emma uppgötvar fljótt að samkeppnin um athyglina í bekknum er mikil. Þess vegna segir hún eina litla hvíta lygi.

Lygin vex og allt í einu er allur skólinn að tala um Emmu. Hún verður að gera eitthvað áður en hún verður afhjúpuð og hún þarf hjálp. En er hægt að byggja nýja vináttu á lygi?

 

Leyndarmál Emmu er önnur bókin í seríunni VINKONUR sem fjallar um vináttu, leyndarmál, ást og og lygar - og um að uppgötva að þótt maður sé nógu gamall til að gera breytingar á lífi sínu fara hlutirnir ekki alltaf eins og til stóð...

Höfundur: Sara Ejersbo

Þýðandi: Ingibjörg Valsdóttir

Blaðsíðufjöldi: 134