Ljóðakistan
Í Ljóðakistunni leynast 20 fallegar íslenskar vísur og myndir sem söngfuglinn Ljóð og hagamúsin Lag hafa safnað saman á ferðalagi sínu um fjöll, skóga og tún 🐦 🐭
Þessi einstaka kista er hönnuð til að styrkja tengsl milli barna og fullorðinna í gegnum söng, lestur og samveru 🎶📚 Markmið hennar er að vekja forvitni, örva málþroska, ýta undir hugmyndaflug barna og skapa töfrandi augnablik sem lifa áfram í hjörtum þeirra sem deila þeim ❤️
Ljóð & Lag
Á fallegum stað, þar sem heimurinn getur verið allt sem þú óskar þér, bjuggu fuglinn Ljóð og hagamúsin Lag. Ljóð safnaði orðum í vængina sína og flaug með þau út í heiminn. Lag hlustaði á tónlistina og taktinn í náttúrunni, læknum, vindinum og hjartslættinum. En einn daginn tóku þau eftir einhverju undarlegu. Fólk var farið að tala minna saman, vísurnar heyrðust sjaldnar og skjáir farnir að taka við af sögum og söng. Ljóð og Lag urðu hugsi.
„Ef enginn syngur, hvernig lifa vísurnar þá?“ spurði Ljóð.
„Og ef enginn segir orð, hver man þá sögurnar og tungumálið?“ hvíslaði Lag.
Þau ákváðu að gera eitthvað í málinu og lögðu af stað á vit ævintýranna. Í gegnum skóga, fjöll og minningar fundu þau sínar uppáhalds vísur og komu þeim fyrir í fallegri kistu.
Nú ferðast Ljóð og Lag um heiminn og minna fólk á að orð eru töfrar, tónlist veitir gleði og samvera er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið hvort öðru. Þau minna líka á það að íslenskan er ekki bara tungumál, hún er brú á milli kynslóða og menningar og ef við gætum hennar ekki, hver á þá að gera það?
Nánari upplýsingar um Ljóð og Lag