Bókabeitan
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Morgan setti líf sitt á bið þegar hún varð ófrísk sautján ára og er harðákveðin í að koma í veg fyrir að Clara, sextán ára dóttir hennar, geri sömu mistök. En Clara hefur heldur engan áhuga á að vera eins og mamma hennar sem henni finnst óþarflega fyrirsjáanleg.
Þessar gjörólíku mæðgur með sín ólíku markmið eiga sífellt erfiðara með að umbera hvor aðra. Sá eini sem getur róað öldurnar er Chris eiginmaður Morgan, pabbi Clöru og akkeri fjölskyldunnar. En þegar Chris lendir í hræðilegu slysi fer allt í hnút. Átakanlegar og langvarandi afleiðingar slyssins teygja sig lengra en mæðgurnar hefði getað grunað.
Morgan finnur huggun á ólíklegum stað og Clara snýr sér að stráknum sem henni hefur verið bannað að hitta. Með hverjum deginum ýta ný leyndarmál, gremja og misskilningur mæðgunum sífellt lengra hvor frá annarri. Allt þar til fjarlægðin á milli þeirra gæti reynst óbrúanleg.
Höfundur: Colleen Hoover
Þýðendur: Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell
Blaðsíðufjöldi: 435
Marta og Birgitta stofnuðu Bókabeituna árið 2011 sem hefur frá upphafi verið drifin áfram af þeirri hugsjón að búa til skemmtilegar og vandaðar bækur fyrir börn og unglinga.
Bókabeitan lætur útbúa kennsluefni með fjölmörgum bókum sem gefnar eru út, öllum að kostnaðarlausu.
Síðan 2019 hafa allar útgefnar bækur Bókabeitunnar verið svansvottaðar. Það þýðir að allar prentsmiðjurnar sem prenta bækur Bókabeitunnar starfa samkvæmt ströngum viðmiðunarreglum Svanmerkisins og prenta m.a. bækur á umhverfisvænan pappír.
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur mið af framleiðslu og lífsferli vöru og þjónustu. Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Við flokkum, plöstum ekki bækur og keyrum bækurnar í verslanir á rafbíl.
Bókabúð Bókabeitunnar er í Brautarholti 8, Stúfholtsmegin
Komdu og skoðaðu úrvalið og fáðu bækur á góðu verði.
Opið mán - fim kl 10.00 - 14.00.
Fáðu send tilboð á bókum, upplýsingar um væntanlegar bækur og allskonar fróðleik!