Bókabeitan
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Af hverju helvítis?
Okkur finnst helvítis vera frábært yfirheiti fyrir skemmtilegu verkefnin okkar og orðið passar einstaklega vel fyrir framan önnur orð eins og helvítis kokkurinn, helvítis eldpiparsulturnar og núna helvítis matreiðslubókin.
Við erum hjónin Ívar Örn Hansen, matreiðslumaður og Þórey Hafliðadóttir, margmiðlunarhönnuður. Við elskum góðan mat, fallega hönnun og spennandi verkefni. Okkur fannst vanta einfalda matreiðslubók sem sýnir hvernig á að búa til djúsí mat með leiðbeiningum sem auðvelt er að fylgja. Margir eru farnir að þekkja Ívar Örn Hansen sem stýrir matreiðsluþáttunum Helvítis kokkurinn á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og kennir áhorfendum öll helstu kokkatrixin.
Ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók er fyrir þig, hvort sem þú ert algjör byrjandi eða reyndur kokkur!
Sleppum öllu helvítis kjaftæðinu og eldum góðan mat saman!
Marta og Birgitta stofnuðu Bókabeituna árið 2011 sem hefur frá upphafi verið drifin áfram af þeirri hugsjón að búa til skemmtilegar og vandaðar bækur fyrir börn og unglinga.
Bókabeitan lætur útbúa kennsluefni með fjölmörgum bókum sem gefnar eru út, öllum að kostnaðarlausu.
Síðan 2019 hafa allar útgefnar bækur Bókabeitunnar verið svansvottaðar. Það þýðir að allar prentsmiðjurnar sem prenta bækur Bókabeitunnar starfa samkvæmt ströngum viðmiðunarreglum Svanmerkisins og prenta m.a. bækur á umhverfisvænan pappír.
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur mið af framleiðslu og lífsferli vöru og þjónustu. Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Við flokkum, plöstum ekki bækur og keyrum bækurnar í verslanir á rafbíl.
Bókabúð Bókabeitunnar er í Brautarholti 8, Stúfholtsmegin
Komdu og skoðaðu úrvalið og fáðu bækur á góðu verði.
Opið mán - fim kl 10.00 - 14.00.
Fáðu send tilboð á bókum, upplýsingar um væntanlegar bækur og allskonar fróðleik!