Valkyrjusaga

4.690 kr

Ríkulega myndlýst ævintýri! Kötlu leiðist því Máni, besti vinur hennar, er á ferðalagi um Kína. Svo eru amma klettur og göldrótt systir hennar búnar að leggja undir sig heimilið. En Katla kemst í nýstofnað fótboltalið og sumarfríið tekur óvænta stefnu þegar sex valkyrjur úr goðheimum mæta á svæðið.

Þær reynast ekki vera eina ógnin sem steðjar að því dularfullur hópur sem kallar sig Fánaberana lætur líka til sín taka. Í þessari bók má lesa um þegar: fótboltavöllur breytist í kviksyndi í miðjum vináttuleik; skjaldmey á sædrekahryssu skorar Kötlu á hólm; bölvun er lögð á Reykjavíkurhöfn. Katla er sannfærð um að hafa tapað öllum sínum galdaramætti en veit að hún þarf að grípa til einhverra ráða - áður en það er of seint!