Bækur eru stútfullar af fróðleik og tilvalið að nota þær til kennslu. Bókabeitan lætur útbúa kennsluefni við barna- og unglingabækur sem er öllum aðgengilegt og hægt að sækja sér að kostnaðarlausu.

Bókabeitan er meðal annars í samstarfi við vefsíðuna kennarinn.is um gerð kennsluefnis við bækur Bókabeitunnar. Kennarinn.is er heimasíða með fjölbreyttu kennsluefni fyrir kennara og aðila sem vinna með börnum. 

Penelópa bjargar prinsi

Penelópa hefur margoft heyrt ævintýrið um prinsinn sem beit í epli galdrakerlingar og féll í dá. Samkvæmt því hefur hann legið í gullkistu uppi á fjallstindi í heila öld!

Penelópa ákveður að kanna hvort sagan sé sönn, finna kistuna og bjarga prinsinum. Hún leggur því upp í langferð með hugrekkið að vopni.

Sækja kennsluefni hér.

Kennarinn sem hvarf

Kennarinn sem hvarf

Krakkarnir í 6. BÖ eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa – en dag einn breytist allt!
Bára kennari er horfin og dularfullir atburðir draga krakkana inn í æsispennandi atburðarás.

Sækja kennsluefni hér.

Sóley og töfrasverðið

Sóley býr í Grálandi þar sem allt er grátt. Sóley man eftir fleiri litum en það trúir henni enginn þegar hún talar um þá. Dag einn finnur hún töfrasverð sem flytur hana í annað land. Þar eru fleiri litir en þar eru líka óvæntar hættur og margt dularfullt á seiði.

Lesskilningsheftið samanstendur af 12 verkefnum sem ýmist eru leyst beint í heftið eða í stílabók. Síðasta verkefnið er tilvalið að nýta sem námsmatsverkefni. 
Höfundur: Eygló Jónsdóttir
Myndhöfundur: Hafsteinn Hafsteinsson
Kennsluefni: Unnur María Sólmundsdóttir

Sækja kennsluefni hér.

Dularfulla símahvarfið 

 

Eitthvað dularfullt er á seyði í hverfinu. Símar hverfa og finnast ekki aftur. Katla kemst á sporið og fær Hildi systur sína og Bensa vin hennar í lið með sér. Saman reyna þau að komast til botns í málinu. Rannsóknin leiðir þau á óvæntar slóðir en skyldi þeim takast að leysa gátuna?

Lesskilningsheftið samanstendur af 12 verkefnum sem ýmist eru leyst beint í heftið eða í stílabók. Síðasta verkefnið er tilvalið að nýta sem námsmatsverkefni.

Höfundur: Brynhildur Þórarinsdóttir
Myndir: Elín Elísabet Einarsdóttir
Kennsluefni: Unnur María Sólmundsdóttir

Sækja kennsluefni hér.

Eldurinn 

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Kennsluefni: Hjalti Halldórsson

Halla, Hildigunnur, Kári og Skarpi eru ein í skólanum, hvert með sína ástæðu. Það stóð samt aldrei til að kveikja í … eða hvað?
Bókin er hörkuspenndandi unglingabók sem tekur líka á alvarlegum málefnum.

Sækja kennsluefni hér.

 

Ofurhetjan

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Kennsluefni: Hjalti Halldórsson

Gulla dreymir um að verða eitthvað meira en ósköp venjulegur drengur. Með hjálp Helgu vinkonu sinnar uppgötvar hann óvænt áður óþekktan hæfileika sem breytir lífi hans. Hann setur á sig grímuna og verður Ormstunga, ofurhetja sem berst gegn eineltisseggjum.

Sækja kennsluefni hér.

 

Ys og þys út af öllu

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Kennsluefni: Hjalti Halldórsson

Vinirnir Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leið í skólaferðalag að Laugum. Þau ætla ÖLL að skemmta sér konunglega. En áður en þau eru svo mikið sem komin á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur.

Sækja kennsluefni hér.

 

Af hverju ég?

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Kennsluefni: Hjalti Halldórsson

Á yfirborðinu fjallar sagan um Egil, 11 ára gamlan dreng sem lendir í stöðugum vandræðum, jafnt heima við sem í skólanum. Undir niðri leynist þó dýpri saga um leit eftir nokkru sem allir þrá, vináttu.

Sækja kennsluefni hér.

 

Jólaratleikur Stúfs

       

Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Myndir: Blær Guðmundsdóttir
Kennsluefni: Unnur María Sólmundsdóttir / kennarinn.is 

Bækurnar um Stúf eru fjörugar spennusögur þar sem Stúfur, vinkona hans Lóa og sjálfur Jólakötturinn lenda í skemmtilegum ævintýrum. 

Kennsluefnið samanstendur af boðskorti sem tilvalið er að senda þeim árgöngum sem eru að lesa og vinna með Ljósaseríuna, 20 spjöldum með fjölbreyttum þrautum, þátttökublaði fyrir nemendur, svarlykli fyrir kennara og viðurkenningarskjali í formi jólakúlu.

Sækja ratleik hér.

 

Jónas ísbjörn og jólasveinarnir

Höfundur: Súsanna M. Gottsveinsdóttir
Myndir: Viktoría Buzukina
Kennsluefni: Unnur María Sólmundsdóttir / kennarinn.is 

Þann 19.desember vaknar Jónas ísbjörn og sér að skórinn í glugganum er tómur. Úti í fjárhúsi rekst hann á skrýtinn karl og þá fara undarlegir hlutir að gerast. 

Lesskilningsheftið samanstendur af 12 verkefnum sem ýmist eru leyst beint í heftið eða í stílabók.

Sækja námsefni hér.