Skólinn í Skrímslabæ

4.990 kr

Mannabarnið Eva Brá er nýjasti nemandi skólans í Skrímslabæ! Þar hittir hún fjöldann allan af skrítnum skrímslum, til dæmis lítinn svangan varúlf, hrekkjótta norn og vampíru með stæla.

En hvert þeirra ætli sé skelfilegasta skrímslið?
Tekst Evu Brá að sanna sig í nýja skólanum þótt hún sé svona ólík öllum hinum?
Og ætli það sé hægt að faðma draug?

Skólinn í Skrímslabæ er falleg og bráðfyndin saga eftir verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi, prýdd heillandi og skemmtilegum teikningum Tinds Lilju.

Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Myndhöfundur: Tindur Lilja

Blaðsíðufjöldi: 96