Tumi fer til tunglsins

4.490 kr

Til tunglsins hefur mig svo lengi langað..."

Tumi litli getur ekki sofnað. Hann þiggur boð karlsins í tunglinu um að skreppa til hans „á góðra vina fund" og svífur af stað í rúminu sínu út í vornóttina. Á vegi hans verða forvitnir fuglar, lífsreyndir regndropar, börn frá öllum heimshornum og sjálfur karlinn í tunglinu sem hefur lengi gefið jarðarbúum gætur og á nú mikilvægt erindi við börnin.

Þessari ævintýraferð er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Höfundurinn, Jóhann G. Jóhannsson, var um árabil tónlistarstjóri í leikhúsum borgarinnar þar sem hann lagði eitt og annað af mörkum á sviði barnamenningar, t.d. tónlistina við ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna.

Bókin er listilega myndlýst af Lilju Cardew, sem nýlokið hefur myndlistarnámi í Englandi þar sem hún vann 1.verðlaun í samkeppni um kápumynd fyrir útgáfurisann Penguin.

Höfundur: Jóhann G. Jóhannsson
Myndhöfundur: Lilja Cardew