Bara vinir
Kristen Petersen nennir ekki drama, hún myndi láta lífið fyrir vini sína og hefur engan tíma fyrir gaura sem skilja hana ekki. Hún á sér líka leyndarmál, hún er á leiðinni í nauðsynlega aðgerð sem gerir það að verkum að hún mun ekki geta eignast börn. Það er því ljúfsárt fyrir Kristen að skipuleggja brúðkaup bestu vinkonu sinnar.
Svo kynnist hún kynnist svaramanni brúðgumans, Josh Copeland. Hann er fyndinn, sexí, móðgast ekki yfir flugbeittri kaldhæðni hennar og nær alltaf að koma í hana mat áður hún verður hungreið. Meira að segja hundurinn hennar dýrkar hann.
Það er bara eitt vandamál — Josh dreymir um að eignast RISAstóra fjölskyldu.
Kristen veit vel að hún er ekki rétta konan fyrir hann en á sífellt erfiðara með að halda honum í hæfilegri fjarlægð.
„Bara vinir er falleg saga um að læra að þiggja ástina sem maður á skilið … rödd höfundar er lífleg og auðþekkjanleg og persónurnar ferskar og áhugaverðar.“ —Entertainment Weekly
Höfundur: Abby Jimenez
Þýðandi: Ingibjörg Valsdóttir