Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er fædd í Reykjavík 1966. Hún varð snemma lestrarhestur og hefur haldið dagbók frá 14 ára aldri. Þó hún tæki á endanum doktorspróf í heilbrigðisvísindum og aflaði sér í framhaldinu löggildingar sem næringarfræðingur blundaði alltaf í henni áhugi á bókmenntum, sérstaklega dramatískum fjölskyldusögum. Þegar hún stofnaði Heilræði-heilsuráðgjöf árið 2008 fór hún að blogga um heilbrigði, hollustu og vísindi. Hún sá að ritstörfin áttu vel við hana og fór að skrifa skáldskap í frístundum. Anna Ragna býr með eiginmanni sínum í Reykjavík. Þau eiga tvö uppkomin börn og eitt barnabarn.

Auðna er fyrsta skáldverk Önnu Rögnu og er byggð á sögu móðurættar hennar.

Hérna má hlusta á höfund spjalla um bók sína Auðnu, sem kom út árið 2018, og les valda kafla úr bókinni.