Ásrún Magnúsdóttir

Ásrún er heimshornaflakkari mikill sem hefur meðal annars þjálfað hesta í Sviss, dvalið á Vestur-Íslendingaslóðum í Kanada og gengið með ljónum í Afríku. Hún er þó með báða fætur í Mosfellsbænum þessa dagana og nýtur þess að búa í hálfgerðri sveit innan bæjarmarkana, enda dýravinur með meiru sem á tvo hunda, tvo hesta og einn kött. Þá má hún ekkert aumt sjá og hefur átt það til að skjóta húsaskjóli yfir dýr í neyð. Ber þar helst að nefna blinda lundann Munda sem hún annaðist í rúmt ár.

Á sínum yngri árum átti Ásrún það til að tala ósköp mikið og var það mikill léttir fyrir foreldra hennar þegar hún uppgvötaði að það mátti líka alveg skrifa hugrenningar sínar niður á blað. Síðan þá hefur Ásrún iðulega haft pennann á lofti og finnst fátt jafn skemmtilegt og að skapa hinar ýmsu persónur sem lenda í allskonar ævintýrum.

Ásrún er með B.A. gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og var lokarverkefnið hennar stutt skáldsaga ásamt greinargerð um galdurinn sem felst í því að skrifa slíkt ritverk. Þá er hún í Mastersnámi og stefnir á að útskrifast sem enskukennari á framhaldsskólastigi í febrúar 2019.

Ásrún á eina systur sem einnig er margt til lista lagt og er hún einstaklega fær myndlistakona. Þegar þær svo sameina listræna krafta sína tekst þeim aldeilis að galdra upp stórsniðuga hluti.


About the author

Ásrún is a traveler at heart who has, amongst other things, trained horses in Switzerland, stayed with descendants of Icelandic settlers in Canada and walked with lions in Africa. Currently however both her feet are firmly planted in the town Mosfellsbær (moss-hill-town) and she truly enjoys living in a place that has such a countryside feel to it. She is an animal lover and has two dogs, two horses and one cat, she has also fostered various animals including the blind puffin Mundi which she took care of for just over a year.

When she was younger Ásrún had a tendency to talk. A lot. it was therefore a big relief for her parents when she discovered that she could also write her thoughts down on paper. Since then she has always had a pen in hand and truly enjoys creating different characters that get into all kinds of adventures.

Ásrún has a B.A degree in English from the University of Iceland and her thesis was a novella as well as a report on the creative writing process. Currently she is working towards her Masters degree in English teaching at a secondary school level and aims to graduate in February 2019.