Ásta Kristrún Ragnarsdóttir er brautryðjandi í námsráðgjöf á Íslandi og starfaði í tæp tuttugu ár við uppbyggingu fagsins og þjónustunnar við Háskóla Íslands. Allt frá bernsku hafa  hinar stóru listir verið henni hjartfólgnar. Bækur, myndlist og svo tónlist en Ásta er gift einum ástsælasta tónlistarmanni þjóðarinnar, Valgeiri Guðjónssyni. Þau eiga þau tvo syni og eina dóttur.

Fyrir fjórum árum fluttu þau hjónin á Eyrarbakka. Þar helga þau sig sögu og menningu í víðu samhengi og stunda skrif og tónsmíðar, sem þau deila gjarnan með gestum í menningarsetri sínu, Bakkastofu. Hér varð „Það sem dvelur í þögninni“ til, á einu af mikilvægum sögusviðum bókarinnar. Í skrifum sínum og lýsingum á persónum liðins tíma nýtir Ásta Kristrún sinn faglega sálfræðilega bakgrunn og reynslu við að lesa í eiginleika og tilfinningar þeirra mörgu sem hún hefur liðsinnt í gegnum árin. Þótt persónur bókarinnar teygi sig rúm tvö hundruð ár aftur í tímann hefur mannlegt eðli lítið breyst. Ástin og þráin eftir betra lífi í bland við hugsjónir, sorg og gleði eru á sínum stað, þá sem nú.

About the author

What Dwells in Silence is Ásta Kristrún Ragnarsdóttir´s first novel. She explores in depth the dramatic stories of her grandmothers and relatives since the beginning of the 19th Century. Ásta uses her education and background in psychology and counselling at The University of Iceland to bring the different and complex characters to live, through her insightful narrative. The past reveals, once again, that human nature is a timeless entity. It repeats itself in ancient texts and stories still known to us living in the 21st Century.

Ásta lives in the South Coast seaside village of Eyrarbakki with her husband Valgeir Guðjónsson, a celebrated composer and performer. The old historical seaport is one of the scenarios in Ásta’s book and the place where it was conceived and written. Ásta and Valgeir are active in the Icelandic cultural scene and share their art and knowledge with groups of Icelanders and foreign travelers alike.