Blær Guðmundsdóttir


Blær Guðmundsdóttir (f. 1973) er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður.

Hún sendi frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum árið 2019. Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.

Hún hefur einnig myndskreytt barnabækur og má þar nefna Stúfur hættir að vera jólasveinn og Stúfur leysir ráðgátu.