Guðni Líndal Benediktsson
Guðni Líndal Benediktsson er menntaður í kvikmyndagerð bæði á Íslandi og í Skotlandi og hefur gert fjöldan allan af stuttmyndum því til sönnunar. Hann útskrifaðist úr Screen Academy Scotland með MA gráðu í handritsskrifum 2016 og hefur alið manninn í Edinborg upp frá því. Hans fyrsta bók var hin þrælfyndna Leitin að Blóðey, sem hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin 2014, en framhaldið af henni kom út ári síðar.
Guðni er með sögur á heilanum og hefur aldrei hugleitt að starfa við neitt annað en sagnagerð. Hann hefur drepið niður fæti í kvikmyndum, leikjum og myndasögum, ásamt því að skrafa stanslaust í nýjum hugmyndum að skáldsögum. Ævintýri eru hans ær og kýr. Hann vinnur undir sterkum áhrifum frá goðafræði – hvort sem heldur norrænni, grískri eða kínverskri – og fléttar saman súrrealíska atburði stútfulla af yfirgengilegu fjöri. Bakvið eyrað geymir hann ógrynni af alþjóðlegu afþreyjingarefni sem hann hefur lesið, séð og spilað gegnum tíðina, og allt fléttast það saman í sköpun hans.
Barnabækur í dag keppa við geigvænlegt magn af öðrum miðlum og því er eins gott að þær séu grípandi, skemmtilegar og vel skrifaðar. Þar þýðir ekkert hálfkák.
______________________________________________
About the Author
Guðni Líndal Benediktsson is an Icelandic author, educated in film-making both in Iceland and Scotland, who currently resides in Edinburgh. His first novel, The Search for Blood Island, won the Icelandic Children Book Award in 2014, and his short films have been featured in several festivals around the world.
Guðni is captivated by stories of great adventure, spending most of his time studying comics, games, books and films which inspire him to create his own unique blend of surreal, hilarious and energetic tales.