Hjalti Halldórsson

Stundum þegar Hjalti var að kenna lenti hann í því, alveg óvart að láta nemendur sína afvegaleiða sig og byrja að segja sögur. Þá gat hann látið dæluna ganga tímunum saman þar til annað hvort bjallan hringdi eða nemendur bentu honum á að þetta væri orðið gott og tími til kominn að fara að læra eitthvað. Þess vegna ákvað Hjalti að skrifa frekar sögurnar niður og nýta tímann betur í skólastofunni. Og hann hefur staðið við það… svona oftast nær… alla vega stundum.

Hans fyrsta og hingað til eina bók heitir Af hverju ég? og fjallar um Egil Grímson, ungan dreng í Borgarnesi sem á ekki sjö dagana sæla. Bókina hefði hann ekki getað skrifað án strákanna sinna tveggja sem segja honum þó líka af og til að það sé komið gott af sögurausi og tími til kominn að fara út í fótbolta.

______________________________________________

About the Author
Hjalti is a teacher, living in Reykjavík with his two sons. He has been teaching for over ten years and writes textbooks in his spare time.

Why me? is his first novel.