Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Ég heiti Kristín Björg Sigurvinsdóttir og er með BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Þrettán ára gömul skrifaði ég mína fyrstu skáldsögu, Dóttir hafsins, og er það fyrsta bókin í þríleiknum Dulstafir.

Eftir útskrift úr háskóla vann ég sem lögfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar í tvö ár en árið 2019 ákvað ég að elta drauminn um að gefa út bókina sem ég skrifaði sem unglingur. Ég endurskrifaði handritið sem hafði legið ofan í skúffu í næstum tólf ár og sendi á útgefanda.