Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1989) ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og býr nú í miðbænum með eiginmanni og tveimur börnum. Hún er með MA-próf í íslensku en er einnig menntuð í tónlist, markaðsfræði og myndlist. Ragnheiður hlaut Svartfuglinn 2023 fyrir frumraun sína, Blóðmjólk, sem verið er að gera sjónvarpsþætti eftir.
„Með Blóðmjólk kveður sér hljóðs afar athyglisverður rithöfundur sem eykur enn á fjölbreytnina í íslenskri glæpasagnaflóru með sannkölluðum skvísukrimma.“ Úr umsögn dómnefndar um Blóðmjólk
„Það verður spennandi að fylgjast með því sem Ragnheiður sendir frá sér næst því ljóst er að hún kann svo sannarlega að skrifa grípandi bók!“ Sæunn Gísladóttir – Lestrarklefinn
„Hér er Ragnheiður Jónsdóttir skemmtilega ólík mörgum af glæpasagnahöfundum síðari ára …“ Þórunn Hrefna – Bókmenntaborgin / Bókmenntir.is