Sigmundur B. Þorgeirsson
Sigmundur B. Þorgeirsson, oftast kallaður Simmi, er teiknari og Hafnfirðingur.
Hann hefur yfir 12 ára reynslu í myndsköpun, sögu og listrænni hönnun fyrir allskonar miðla. Verk Simma eru að drifin áfram af ást húmor lífsins og innblásin af
brennandi áhuga á bókum, myndasögum, teiknimyndum og tölvuleikjum.
Simmi lauk tveggja ára diplómanámi í teikningu við Myndlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist Summa Cum Laude með BFA gráðu í teikningu með áherslu á Entertainment frá Laguna College of Art + Design í Kaliforníu.
Á ferli sínum hefur hann starfað við ýmis skapandi verkefni, þar á meðal sem myndhöfundur og teiknari fyrir barnabækur, tölvuleiki og hreyfimyndir. Hann er í dag stofnandi Nap Club Studio, staðsett á Ísland sem sérhæfir sig í listrænum lausnum fyrir alþjóðlega viðskiptavini.
Viðurkenningar
Á ferli sínum hefur Sigmundur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir myndsköpun sína, þar á meðal:
● Tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2019 fyrir Nærbuxnanjósnarana
● Gullverðlaun frá Félagi íslenskra teiknara árið 2021 fyrir myndlýsingar í Nærbuxnavélmenninu
● Tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 í barnabókaflokki með Arndísi Þórarinsdóttir fyrir Bál tímans.
● Tilnefningu til barnabókaverðlauna Reykjavíkur með Arndísi Þórarinsdóttir fyrir Bál tímans 2021 í flokki frumlegra barnabóka
● Tilnefningu til Norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna árið 2022 fyrir Bál tímans með Arndísi Þórarinsdóttir