Steinunn Ásmundsdóttir

Steinunn Ásmundsdóttir rithöfundur og ljóðskáld er fædd árið 1966 í Reykjavík. Ferðalög innanlands og vítt um veröldina, ljóðagerð, blaðamennska, starf að náttúruvernd og landvarsla voru helstu viðfangsefni hennar fram undir þrítugsaldurinn. Hún flutti til Egilsstaða árið 1996 og bjó þar næstu rúmlega tuttugu árin, stofnaði fjölskyldu og starfaði sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins á Austurlandi í hartnær áratug og sem ritstjóri héraðsfréttablaðs og fréttavefs Austurgluggans um skeið.

2016 gekkst hún skáldskapnum á hönd að nýju eftir tuttugu ára hlé og opnaði hugverkavef sinn yrkir.is sama ár. Síðan hafa verið gefnar út eftir hana þrjár ljóðabækur með um 140 nýjum ljóðum og skáldævisaga. Steinunn settist á ný að í Reykjavík 2019. Hún hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1992.

Um Manneskjusögu:
https://www.yrkir.is/index.php/features/manneskjusaga

Ritaskrá

Í senn dropi og haf
ljóð, útg. Dimma 2019

Manneskjusaga
skáldævisaga, Bókaútgáfan Björt, 2018.

Áratök tímans
ljóð, útg. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, 2018.

Hin blíða angist
ljóð frá Mexíkó, útg. Yrkir, 2017.

Yrkir - hugverkavefur, 2016.
Ný ljóð, áður óbirt ljóð, ljóðaþýðingar, sögur, greinaskrif um aðskiljanleg efni og ljósmyndasafn.

Hús á heiðinni
ljóð frá Þingvöllum, útg. Andblær, 1996.

Dísyrði
ljóð, útg. Goðorð, 1992.

Einleikur á regnboga
ljóð, útg. Almenna bókafélagið, 1989.

Ljóð, sögur og greinar í safnritum, tímaritum og blöðum og þættir/innslög á ljósvaka.

Yrkir.is er birtingarvettvangur hugverka Steinunnar Ásmundsdóttur.

– – –

Steinunn Ásmundsdóttir was born on March 1, 1966, in Reykjavík, Iceland. The years between 1984 and 1996 were mostly dedicated to writing poetry, journalism, nature conservation/rangering and globetrotting. In early 1996 Steinunn decided it was time to settle down and moved to Icelands´ east coast, to the small village Egilsstadir. Steinunn worked as a journalist and photographer for the newspaper Morgunbladid for a decade, and as an editor for a local weekly newspaper for a while. In this period she wrote little else than news, interviews and commentary. In 2011 she decided to put on the brakes; to stop being a journalist, jump off the busy life ,hamster-wheel´ and aim for a life that could be more introvert and quiet, yet creative and joyful, and to focus on finding the Muse again. Slowly but steadily this happened. In 2016 Steinunn established her own publication website www.yrkir.is. Six books have been published since 1989, five of poetry and one novel.
Steinunn is a member of The Writers‘ Union of Iceland since 1992.